Sigurganga Njarðvíkinga á enda
Eftir sjö taplausa leiki í röð kom loks að tapi hjá Njarðvíkingum í 2. deild karla í knattspyrnu. 3-1 tap gegn HK á útivelli varð niðurstaðan þega liðin mættust í gær. Theódór Guðni Halldórsson skoraði mark Njarðvíkinga í leiknum en liðið er í 7. sæti deildarinnar eftir leikinn.