Sigurganga Njarðvíkinga á enda
Snæfell gerði góða ferð til Njarðvíkur í kvöld þegar þeir lögðu heimamenn að velli, 81-83. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan heimamönnum og héldu forystunni allt frá fyrstu mínútu. Njarðvíkingar áttu færi á því að koma leiknum í framlengingu en skot Guðmundar Jónssonar geigaði og fyrsta tap vetrarins því staðreynd í herbúðum Njarðvíkinga.
Gestirnir frá Stykkishólmi náðu að komast í stöðuna 5-16 í 1. leikhluta en honum lauk 22-26 eftir góðan lokasprett hjá Njarðvíkingum. Bæði lið spiluðu maður á mann vörn og líkaði Pierre Green leikmanni Snæfell það vel því kauði var heitur í kvöld og gerði hann 20 stig.
Vörnin hjá gestunum var feikilega sterk og héldu þeir Njarðvíkingum í 39 stigum í fyrri hálfleik. Þegar skammt var til loka annars leikhluta fékk Halldór Karlsson fyrirliði Njarðvíkur dæmda á sig villu fyrir ólöglega hindrun. Eitthvað var Halldór ósáttur við dóm Kristins Óskarssonar og fékk hann tæknivillu fyrir kjaftbrúk og mótmæli. Halldór hélt uppteknum hætti og fékk því aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu eftir að hafa verið inn á í tvær mínútur. Hann mun að öllum líkindum hljóta leikbann þegar aganefnd KKÍ hefur farið yfir hans mál. Pierre Green steig á línuna og hitti úr þremur af fjórum vítaskotum sem Halldór færði Snæfellingum á silfurfati. Liðin héldu til leikhlés í stöðunni 39-54.
Njarðvíkingar komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og unnu 3. leikhluta 21-19 og staðan því 60-73 þegar 4. leikhluti fór af stað.
Í 4. leikhluta náðu Njarðvíkingar að saxa verulega á forskot Snæfellinga og minnkuðu muninn í 5 stig, 75-80, þegar 3:10 mínútur voru til leiksloka. Tvær mínútur liðu áður en öðru liðinu tókst að skora en það gerðu Njarðvíkingar og staðan því 77-80. Bæði lið voru nokkuð mistæk í þessum leikhluta en Njarðvíkingar sýndu mikla seiglu með því að koma sér aftur inn í leikinn. Þegar ein mínúta var til leiksloka voru fjórir leikmenn í liði Snæfells komnir með 4 villur og Anthony Lackey farinn af velli í liði Njarðvíkur með 5 villur. Spennan var gífurleg og þegar einungis tvær sekúndur voru til leiksloka var staðan 81-83 og Njarðvíkingar áttu innkast við körfu gestanna. Guðmundur Jónsson fékk boltann en naumur tíminn kallaði á erfitt skot sem geigaði og sigur gestanna vís.
Desmond Peoples, erlendur leikmaður Snæfellinga, var einn besti maður vallarins, hann spilaði grimma vörn, skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Í liði Njarðvíkinga var Matt Sayman atkvæðamestur með 22 stig og 10 stoðsendingar.
„Við vorum ekki nægilega grimmir framan af leik, við vöknum ekki til lífsins fyrr en á lokamínútunum í fyrri hálfleik. Snæfellingar voru komnir með gott forskot og við þurftum að hafa mikið fyrir því að ná því niður en það dugði ekki til,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga. „Ef það er hægt að finna eitthvað jákvætt við það að tapa þá veit ég að mínir menn mæta tilbúnir til leiks á föstudaginn,“ sagði Einar að lokum en Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitum Hópbílabikarsins á föstudag í Laugardalshöll.
Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfellinga var að vonum sáttur í leikslok. „Heilt yfir var þetta okkar besti leikur á tímabilinu, þó sigurinn hafi verið tæpur í lokin þá held ég að hann hafi verið verðskuldaður. Að spila í Njarðvík er mjög erfitt og að vinna hér er mun erfiðara. Sóknarleikur okkar á móti þeirra vörn var mjög góður og varnarleikur okkar óaðfinnanlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bárður sem hélt skælbrosandi inn í búningsklefa til sinna manna.
Þrátt fyrir tap eru Njarðvíkingar enn á toppi Intersport-deildarinnar með 12 stig en Snæfell og Keflavík koma þar á eftir með 10 stig.
Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni
Þróun leiksins:
1. leikhluti: 22-26
0-2, 2-2, 2-4, 3-4, 3-6, 5-6, 5-9, 5-12, 5-14, 5-16, 7-16, 9-16, 11-16, 11-18, 13-18, 15-18, 15-20, 17-20, 17-22, 20-22, 20-23, 20-24, 22-24, 22-26.
2. leikhluti: 17-28
24-26, 24-29, 24-31, 24-34, 24-37, 25-37, 27-37, 27-39, 27-40, 29-40, 31-40, 32-40, 32-42, 32-45, 32-47, 32-50, 34-50, 35-50, 35-52, 37-52,37-54,39-54.
3. leikhluti: 21-19
41-54, 41-56, 43-56, 43-58, 45-58, 45-60, 47-60, 47-62, 49-62, 51-62, 51-64, 54-64, 54-67, 56-67, 56-70, 58-70, 60-70, 60-73.
4. leikhluti: 21-10
62-73, 62-75, 63-75, 64-75, 66-75, 66-77, 67-77, 68-77, 68-80, 69-80, 71-80, 72-80, 73-80, 75-80, 76-80, 77-80, 77-81, 79-81, 79-82, 79-83,81-83.
VF-myndir/ Þorgils Jónsson
Gestirnir frá Stykkishólmi náðu að komast í stöðuna 5-16 í 1. leikhluta en honum lauk 22-26 eftir góðan lokasprett hjá Njarðvíkingum. Bæði lið spiluðu maður á mann vörn og líkaði Pierre Green leikmanni Snæfell það vel því kauði var heitur í kvöld og gerði hann 20 stig.
Vörnin hjá gestunum var feikilega sterk og héldu þeir Njarðvíkingum í 39 stigum í fyrri hálfleik. Þegar skammt var til loka annars leikhluta fékk Halldór Karlsson fyrirliði Njarðvíkur dæmda á sig villu fyrir ólöglega hindrun. Eitthvað var Halldór ósáttur við dóm Kristins Óskarssonar og fékk hann tæknivillu fyrir kjaftbrúk og mótmæli. Halldór hélt uppteknum hætti og fékk því aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu eftir að hafa verið inn á í tvær mínútur. Hann mun að öllum líkindum hljóta leikbann þegar aganefnd KKÍ hefur farið yfir hans mál. Pierre Green steig á línuna og hitti úr þremur af fjórum vítaskotum sem Halldór færði Snæfellingum á silfurfati. Liðin héldu til leikhlés í stöðunni 39-54.
Njarðvíkingar komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og unnu 3. leikhluta 21-19 og staðan því 60-73 þegar 4. leikhluti fór af stað.
Í 4. leikhluta náðu Njarðvíkingar að saxa verulega á forskot Snæfellinga og minnkuðu muninn í 5 stig, 75-80, þegar 3:10 mínútur voru til leiksloka. Tvær mínútur liðu áður en öðru liðinu tókst að skora en það gerðu Njarðvíkingar og staðan því 77-80. Bæði lið voru nokkuð mistæk í þessum leikhluta en Njarðvíkingar sýndu mikla seiglu með því að koma sér aftur inn í leikinn. Þegar ein mínúta var til leiksloka voru fjórir leikmenn í liði Snæfells komnir með 4 villur og Anthony Lackey farinn af velli í liði Njarðvíkur með 5 villur. Spennan var gífurleg og þegar einungis tvær sekúndur voru til leiksloka var staðan 81-83 og Njarðvíkingar áttu innkast við körfu gestanna. Guðmundur Jónsson fékk boltann en naumur tíminn kallaði á erfitt skot sem geigaði og sigur gestanna vís.
Desmond Peoples, erlendur leikmaður Snæfellinga, var einn besti maður vallarins, hann spilaði grimma vörn, skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Í liði Njarðvíkinga var Matt Sayman atkvæðamestur með 22 stig og 10 stoðsendingar.
„Við vorum ekki nægilega grimmir framan af leik, við vöknum ekki til lífsins fyrr en á lokamínútunum í fyrri hálfleik. Snæfellingar voru komnir með gott forskot og við þurftum að hafa mikið fyrir því að ná því niður en það dugði ekki til,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga. „Ef það er hægt að finna eitthvað jákvætt við það að tapa þá veit ég að mínir menn mæta tilbúnir til leiks á föstudaginn,“ sagði Einar að lokum en Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitum Hópbílabikarsins á föstudag í Laugardalshöll.
Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfellinga var að vonum sáttur í leikslok. „Heilt yfir var þetta okkar besti leikur á tímabilinu, þó sigurinn hafi verið tæpur í lokin þá held ég að hann hafi verið verðskuldaður. Að spila í Njarðvík er mjög erfitt og að vinna hér er mun erfiðara. Sóknarleikur okkar á móti þeirra vörn var mjög góður og varnarleikur okkar óaðfinnanlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bárður sem hélt skælbrosandi inn í búningsklefa til sinna manna.
Þrátt fyrir tap eru Njarðvíkingar enn á toppi Intersport-deildarinnar með 12 stig en Snæfell og Keflavík koma þar á eftir með 10 stig.
Tölfræði leiksins
Staðan í deildinni
Þróun leiksins:
1. leikhluti: 22-26
0-2, 2-2, 2-4, 3-4, 3-6, 5-6, 5-9, 5-12, 5-14, 5-16, 7-16, 9-16, 11-16, 11-18, 13-18, 15-18, 15-20, 17-20, 17-22, 20-22, 20-23, 20-24, 22-24, 22-26.
2. leikhluti: 17-28
24-26, 24-29, 24-31, 24-34, 24-37, 25-37, 27-37, 27-39, 27-40, 29-40, 31-40, 32-40, 32-42, 32-45, 32-47, 32-50, 34-50, 35-50, 35-52, 37-52,37-54,39-54.
3. leikhluti: 21-19
41-54, 41-56, 43-56, 43-58, 45-58, 45-60, 47-60, 47-62, 49-62, 51-62, 51-64, 54-64, 54-67, 56-67, 56-70, 58-70, 60-70, 60-73.
4. leikhluti: 21-10
62-73, 62-75, 63-75, 64-75, 66-75, 66-77, 67-77, 68-77, 68-80, 69-80, 71-80, 72-80, 73-80, 75-80, 76-80, 77-80, 77-81, 79-81, 79-82, 79-83,81-83.
VF-myndir/ Þorgils Jónsson