Sigurganga Keflvíkinga heldur áfram
Hafa unnið bikarmótið í taekwondo óslitið frá 2008
Taekwondo deild Keflavíkur sigraði Bikarmótaröð Taekwondo Sambands Íslands eftir ótrúlega baráttu við Ármenninga sem voru með mjög öflugt lið og hefði sigurinn getað fallið hvoru megin sem er.
Keflvíkingurinn Kristmundur Gíslason, átti sögulegan bardaga þegar hann sigraði einn sigursælasta taekwondo mann Íslandssögunnar, Björn Þorleifsson, eftir frábæran bardaga.
Keflvíkingar hafa því sigrað Bikarmótaröðina óslitið frá árinu 2008 og eru langsigursælasta lið Íslands á bikarmótum.