Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga Keflavíkur endaði í Borgarnesi
Mánudagur 25. febrúar 2013 kl. 23:32

Sigurganga Keflavíkur endaði í Borgarnesi

Keflavík tapaði nokkuð óvænt gegn Skallagrími í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld, 75-68. Leikurinn var í járnum framan af og Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta, 22-23. Í öðrum leikhluta léku heimamenn vel og voru yfir í hálfleik, 44-36.

Heimamenn höfðu svo betur á lokasprettinum og unnu góðan sigur. Tapið er dýrkeypt fyrir Keflavík en liðið hefði getað komist upp að hlið Þórs Þorlákshafnar og Snæfells í öðru sæti deildinnar og verið aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. Keflavík er enn í fjórða sæti. Keflavík hafði unnið sjö leiki fyrir leik kvöldsins.

Magnús Þór Gunnarsson var ekki með Keflavík í kvöld vegna meiðsla. Arnar Freyr Jónsson var í leikmannahópi Keflavíkur gegn Skallagrími en hann gekk nýverið til liðs við félagið eftir dvöl í Danmörku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigaskor Keflavíkurliðsins: Michael Craion 25/13 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Billy Baptist 7/8 fráköst/3 varin skot, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 4, Valur Orri Valsson 4, Snorri Hrafnkelsson 4.