Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga bardagamanna úr Reykjanesbæ heldur áfram
Bjarni með andstæðing í lás. Mynd frá Mjölni.
Mánudagur 7. september 2015 kl. 15:03

Sigurganga bardagamanna úr Reykjanesbæ heldur áfram

– sjá viðtal við Bjarna Darra Sigfússon í myndskeiði

Um helgina fór fram Mjölnir Open Unglinga í Mjölniskastalanum í Reykjavík. Þetta er keppni í svoköllallaðri uppgjarfarglímu þar sem keppt er án alls útbúnaðar, þangað til annar keppandinn gefst upp eða tíminn klárast og sá sem hefur skorað fleiri stig vinnur.

Fimm keppendur tóku þátt fyrir hönd Sleipnis úr Reykjanesbæ og stóðu allir keppendur sig með prýði. Flestir voru að taka þátt á sínu fyrsta móti í þessari grein. Það er styðst frá því að segja að Gunnar Örn Guðmundsson varð þriðji í þungavigt barna þar sem hann var yngstur og lang léttastur.

Bjarni Darri Sigfússon varð annar í þungavigt unglinga þrátt fyrir að vera léttasti keppandinn. Hann sigraði síðan Opna flokkinn sem er eftirsóttasti titill þessa móts því í þeim flokki keppa allir sigurvegarar mótsins sín á milli.

Það sem liðið er af þessu ári hefur Bjarni unnið til flestra stærstu titla í sínum aldursflokki í fimm bardagagreinum.  

Hér að neðan má sjá viðtal við Bjarna eftir mótið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024