Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Þorsteinsson kveður Keflavík
Þriðjudagur 10. maí 2011 kl. 10:11

Sigurður Þorsteinsson kveður Keflavík

- Hugsanlega til Grindavíkur eða KR

Nú er orðið ljóst að Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki endurnýja samning sinn við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Þessi niðurstaða var ljós í gær, eftir að samningaviðræður sem staðið hafa yfir síðustu vikur, sigldu í strand. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur tefldi fram betri samning við Sigurð og spennti bogann eftir ítrustu getu en án árangurs.

Sigurður mun því kveðja herbúðir Keflvíkinga eftir að hafa spilað með klúbbnum síðastliðin 5 tímabil. Hann kom upprunalega til Keflavíkur frá KFÍ árið 2006, þá 18 ára gamall. Hann varð Íslandsmeistari með Keflvíkingum tímabilið 2007-2008. Á yfirstöðnu tímabili var Sigurður með 15.7 stig og 7.9 fráköst að meðaltali í leik.

Um þessar mundir er stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í fullri vinnu í samningaviðræðum við þá leikmenn sem eru með lausa samninga, ásamt nýjum þjálfara hjá kvennaliði Keflavíkur. Fréttir um þau mál munu berast um leið og þau mál klárast.

VF Mynd: Sigurður gæti líklega verið í röndóttu á næsta tímabili

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024