Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigurður Þór fór holu í höggi á Húsatóftavelli
Sigurður Þór Birgisson fór holu í höggi á Húsatóftavelli fyrir skömmu.
Miðvikudagur 29. maí 2013 kl. 11:34

Sigurður Þór fór holu í höggi á Húsatóftavelli

Sigurður Þór Birgisson úr Golfklúbbi Grindavíkur fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar í Grindavík fyrir um viku síðan. Hann var við keppni í stigamóti hjá GG og sló teighöggi sínu beint í holu.

Sigurður Þór sló draumahöggið með 52° fleygjárni en pinninn varð staðsettur mjög framarlega á flötinni. Boltinn lenti einu sinni fyrir utan flöt og rúllaði svo beint í holu. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigurður Þór fer holu í höggi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við fögnuðum vel og lætin í okkur heyrðust um allan völl,“ segir Grindvíkingurinn Sigurður Þór. Kylfingar hafa verið duglegir við að fara holu í höggi á 7. braut á Húsatóftavelli. Þrír kylfingar hafa farið holu í höggi á brautinni frá því að hún var opnuð í júlí fyrir tæpu ári síðan. Auk Sigurður höfðu þeir Guðjón Einarsson úr GG og Kjartan Már Kjartansson úr GS farið holu í höggi á þessari braut. 7. brautin er ekki löng af gulum teigum, aðeins rétt rúmir 100 metrar.