Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður samdi við Solna
Miðvikudagur 1. október 2014 kl. 15:52

Sigurður samdi við Solna

Miðherji Grindvíkinga í Dominos-deild karla í körfubolta, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, hefur samið við sænska körfuboltaliðið Solna Vikings, sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi. Sigurður skrifaði undir eins árs samning við Solna í dag. Frá þessu er greint á Vísi.

Landsliðsmaðurinn Sigurður gekk til liðs við Grindvíkinga frá Keflavík fyrir tveimur árum en hann er fæddur og uppalinn á Ísafirði. Áður hefur Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson leikið með liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er það sem flestir vilja, að fara eitthvert annað og sjá hvort maður getur eitthvað. Ég hafði komandi landsliðsár líka í huga. Mig langaði að taka næsta skref og það hjálpar mér að undirbúa mig fyrir Evrópumótið á næsta ári,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi.