Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Pétursson skrifar undir hjá Keflavík
Siguður Pétursson og Ingvi Þór Hákonarson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn. Mynd/Facebook-síða Keflavík karfa
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 18. júlí 2023 kl. 20:23

Sigurður Pétursson skrifar undir hjá Keflavík

Sigurður Pétursson, einn af efnilegustu leikmönnum Subway-deildar karla, hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Sigurður kemur frá Breiðablik þar sem hann skilaði níu stigum, tæpum fimm fráköstum og 2,5 stolnum boltum í leik á síðasta tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessu er greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og þar er haft eftir Magnúsi Sverri Þorsteinssyni: „Það er ekkert launungamál að við höfum verið á höttunum eftir íslenskum gæða leikmönnum og Sigurður fellur klárlega í þann hóp. Hann átti flott tímabil í fyrra og hefur verið að bæta sig ár frá ári enda enn ungur að árum. Við bindum vonir við að hann haldi þeirri vegferð áfram í Keflavíkurtreyjunni og komi til með að styrkja liðið mikið á báðum endum vallarins.“

„Ég er spenntur að vera kominn í Keflavíkurhraðlestina og spila hraðan körfubolta. Ég býst bara við því að við séum að fara berjast um titla og spila skemmtilegan körfubolta,“ sagði Sigurður þegar búið var að innsigla samninginn sem er til tveggja ára.