Sigurður og Karen léku best
 Fyrsta stigamót Unglinga hjá Golfklúbbi Suðurnesja var haldið miðvikudaginn 13. júní og var þátttakan nokkuð góð.
Fyrsta stigamót Unglinga hjá Golfklúbbi Suðurnesja var haldið miðvikudaginn 13. júní og var þátttakan nokkuð góð. 
Sigurður Jónsson og Karen Guðnadóttir léku mjög vel í þessu móti og höfðu sigur. Þau léku bæði vel undir sinni forgjöf.
Unglingar og unglinganefnd vill koma á þakklæti til K. Steinarssonar fyrir frábæran stuðning í þessu glæsilega móti.
Annars voru úrslit þannig.
Drengir
- Sigurður Jónsson, 69 högg nettó m/fgj.
- Guðni Oddur Jónsson, 70 nettó m/fgj.
- Jón Þór Gylfason, 73 nettó m/fgj.
Besta skor án forgjafar: Sigurður Jónsson, 71 högg.
Flestir punktar m/fgj: Sigurður Jónsson, 39 punktar.
Stúlkur
- Karen Guðnadóttir, 65 nettó m/fgj.
- Hildur Ösp Randversdóttir, 67 nettó m/fgj.
- Tanja Ólafía Róbertsdóttir, 76 nettó m/fgj.
Besta skor án forgjafar: Karen Guðnadóttir, 81 högg.
Flestir punktar m/fgj: Karen Guðnadóttir, 43 punktar.
Drengir 13 ára og yngri
- Grétar Helgason, 94 nettó m/fgj.
- Björgvin Viktor Færseth, 99 nettó m/fgj.
- Bjarki Guðnason, 123 nettó m/fgj.
Besta skor án forgjafar: Grétar Helgason, 118 högg.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				