Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður og Karen léku best
Föstudagur 15. júní 2007 kl. 22:09

Sigurður og Karen léku best

Fyrsta stigamót Unglinga hjá Golfklúbbi Suðurnesja var haldið miðvikudaginn 13. júní og var þátttakan nokkuð góð.

Sigurður Jónsson og Karen Guðnadóttir léku mjög vel í þessu móti og höfðu sigur. Þau léku bæði vel undir sinni forgjöf.

 

Unglingar og unglinganefnd vill koma á þakklæti til K. Steinarssonar fyrir frábæran stuðning í þessu glæsilega móti.

 

Annars voru úrslit þannig.

 

Drengir

 

  1. Sigurður Jónsson, 69 högg nettó m/fgj.
  2. Guðni Oddur Jónsson, 70 nettó m/fgj.
  3. Jón Þór Gylfason, 73 nettó m/fgj.

 

Besta skor án forgjafar: Sigurður Jónsson, 71 högg.

Flestir punktar m/fgj: Sigurður Jónsson, 39 punktar.

 

Stúlkur

 

  1. Karen Guðnadóttir, 65 nettó m/fgj.
  2. Hildur Ösp Randversdóttir, 67 nettó m/fgj.
  3. Tanja Ólafía Róbertsdóttir, 76 nettó m/fgj.

 

Besta skor án forgjafar: Karen Guðnadóttir, 81 högg.

Flestir punktar m/fgj: Karen Guðnadóttir, 43 punktar.

 

Drengir 13 ára og yngri

 

  1. Grétar Helgason, 94 nettó m/fgj.
  2. Björgvin Viktor Færseth, 99 nettó m/fgj.
  3. Bjarki Guðnason, 123 nettó m/fgj.

 

Besta skor án forgjafar: Grétar Helgason, 118 högg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024