Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Ingimundarson hættir með Njarðvík
Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 22:18

Sigurður Ingimundarson hættir með Njarðvík

Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN og Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafa komist að þeirri sameiginlegu ákvörðun að Sigurður hætti þjálfun liðsins. Sigurður hefur þar með stýrt sínum síðasta leik þetta tímabilið fyrir UMFN. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is


Í fréttinni á heimasíðu UMFN segir:

Ekki náðist sá árangur hjá liðinu sem Sigurður og Stjórn KKD UMFN stefndu að og því varð það ofan á að Sigurður stigi til hliðar.

Stjórn deildarinnar kemur saman í kvöld til að fara yfir stöðu liðsins og hefja leit að nýjum þjálfara.

Körfuknattleiksdeild UMFN þakkar Sigurði fyrir samvinnuna og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024