Sigurður Donys yfirgefur Keflavík
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Sigurður Donys hafa ákveðið í sameiningu að rifta samningi leikmannsins við Keflavík.
Ástæða uppsagnarinnar er, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar, sú að Sigurður þarf að gangast undir aðgerð á hné og mun hann verða óleikfær af þeim sökum í nokkurn tíma. Því var ákveðið að leiðir myndu skilja og er það gert í fullu bróðerni.
Ástæða uppsagnarinnar er, að sögn Ásmundar Friðrikssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar, sú að Sigurður þarf að gangast undir aðgerð á hné og mun hann verða óleikfær af þeim sökum í nokkurn tíma. Því var ákveðið að leiðir myndu skilja og er það gert í fullu bróðerni.