Sigurður Donys til Keflavíkur
Knattspyrnumaðurinn Sigurður Donys Sigurðsson skrifaði undir þriggja ára samning við Landsbankadeildarlið Keflavíkur s.l. miðvikudag. Sigurður er 19 ára gamall og hóf knattspyrnuiðkun sína hjá Einherja á Vopnafirði en gekk í raðir Þórs frá Akureyri árið 2003. Vefsíðan www.fotbolti.net greinir frá þessu.
Sigurður varð samningslaus í sumar og kemur því endurgjaldslaust til Keflavíkur. Sigurður hefur leikið tvo U 19 ára landsleiki en lið eins og Newcastle, Man Utd og Middlesbrough ásamt öðrum hafa sýnt Sigurði áhuga.