Sigurður búinn að velja 12 manna hóp
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, hefur valið 12 manna hóp fyrir vináttuleikinn gegn Póllandi sem fer fram í DHL-höllinni í kvöld klukkan 20.Helmingur liðsins eru Suðurnesjamenn, tveir frá Njarðvík, einn frá Grindavík og tveir Keflvíkingar ásamt Fannari Ólafssyni sem hefur lengst af leikið með Keflavík en er nú kominn á atvinnumannasamning hjá grísku liði.
Ísland og Pólland munu leika 3 leiki á næstu dögum, en næsti leikur er í Stykkishólmi á morgun og sá síðasti verður í Keflavík á sunnudaginn. Þessir leikir eru hluti af undirbúningi landsliðsins
Hópurinn er þannig skipaður:
Nafn Félag A-leikir
Arnar Freyr Jónsson Keflavík 3
Eiríkur Önundarson ÍR 19
Fannar Ólafsson Ase Dukas 40
Friðrik Stefánsson Njarðvík 71
Helgi Magnússon Catwaba 24
Hlynur Bæringsson Snæfell 6
Lárus Jónsson Hamar 2
Magnús Gunnarsson Keflavík 15
Páll Kristinsson Njarðvík 45
Páll Axel Vilbergsson Grindavík 41 fyrirliði
Pálmi Sigurgeirsson Snæfell 6
Sigurður Þorvaldsson Snæfell 11






