Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurður Albertsson fór holu í höggi í Borgarnesi
Mánudagur 25. júní 2012 kl. 20:38

Sigurður Albertsson fór holu í höggi í Borgarnesi

Það þykir mjög fréttnæmt hjá kylfingum þegar þeir fara holu í höggi og þá sérstaklega í golfmóti en Sigurður Albertsson úr Golfklúbbi Suðurnesja fór holu í höggi á 14. braut Hamarsvallar í Borgarnesi sl. laugardag þegar níunda viðmiðunarmót Landssambands eldri kylfinga fór fram. Sigurður sigraði í 70 ára flokki með 36 punkta en hann lék á 80 höggum. Þess má geta að líkurnar á því að fara holu í höggi eru einn á móti 43 þúsund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á golfferli sínum hefur Sigurður átta sinnum orðið Íslandsmeistari í öldungaflokkum, sex sinnum í flokki 55-69 ára og tvívegis í flokki 70 ára og eldri. Hann hefur unnið sér það til afreka að hafa átt sæti í landsliði eldri kylfinga 19 sinnum á síðustu tuttugu árum.

Fjórtánda brautin á Hamarsvelli er glæsileg golfbraut eins og sjá má á þessari mynd. Á efri myndinni má sjá Sigurð í baráttunni á Evrópumeistaramóti öldungalandsliða í Leirunni 2009.