Sigurður áfram með Víði

Sigurður Elíasson hefur skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf við Víði í Garði sem aðstoðarþjálfari/leikmaður. Sigurður á 74 leiki að baki fyrir félagið. Þetta kemur fram á Facebook síðu knattspyrnufélags Víðis. Sigurður mun þá leika og þjálfa sitt þriðja tímabil með Víði næsta sumar.