Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurbjörn segir atvikið líta verr út á myndum
Í hita leiksins. VF-mynd: POP
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. júní 2021 kl. 13:28

Sigurbjörn segir atvikið líta verr út á myndum

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu, segir atvik það sem kom upp í lok leiks Grindavíkur og Selfoss ekki hafa verið eins alvarlegt og myndir Víkurfrétta sýna.

Eftir að Selfyssingar höfðu samband við ritstjórn Víkurfrétta sögðu sína hlið á málinu leituðu Víkurfréttir til Sigurbjörns sem staðfestir að það sem hafi gerst í hita leiksins hafi í raun litið verr út á myndum en tilefni gaf til. Hann segir að liðstjóri Selfoss og hann sjálfur hafi rætt saman eftir leik og skilið sáttir.

„Þetta gerist bara í hita leiksins. Hann veður inn á boðvang okkar, sem hann á auðvitað ekki að gera, og þar eru allir heitir. Hann er heitur, við erum heitir og það kemur til smá stympinga. Við ræddum saman eftir leik, kláruðum málið okkar á milli og allir sáttir. Þessi maður er alger öðlingur og þetta er bara eitt af því sem gerist í æsingnum, báðir aðilar misstu sig aðeins en ekkert alvarlegt,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024