Sigurbergur og Stefan í U17 hóp Íslands
Tveir ungir og efnilegir knattspyrnumenn úr Keflavík hafa verið valdir til þess að leika með U17 liði Íslands sem mætir Skotum 23. og 25. febrúar n.k.. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Sigurbergur Bjarnason og Stefan Alexander Ljubicic. Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson er svo aðstoðarþjálfari liðsins.