Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurbergur og Magnús yfirgefa Keflavík
Föstudagur 26. júlí 2013 kl. 11:31

Sigurbergur og Magnús yfirgefa Keflavík

Halda til náms í Bandaríkjunum

Keflvíkingar verða fyrir nokkurri blóðtöku í Pepsi deild karla en bæði Sigurbergur Elísson og Magnús Þór Magnússon munu yfirgefa liðið í byrjun ágúst. Þeir ásamt Viktori Smára Hafsteinssyni leikmanni Njarðvíkur, munu halda til háskólanáms í Bandaríkjunum á fullum fótboltastyrk. Félagarnir hyggjast nema við skóla í Daytona í Flórída en fyrir er þar annar Suðurnesjakappi, Viktor Guðnason knattspyrnumaður.

Sigurbergur sem er sóknartengiliður og miðjumaður, hefur þrátt fyrir ungan aldur lengi verið viðriðinn meistaraflokk Keflvíkur en hann lék fyrst með liðinu aðeins 15 ára gamall. Sigurbergur sem er 20 ára, á að baki 32 leiki fyrir Keflavík en í þeim hefur hann skorað fimm mörk. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Þór hefur leikið stórt hlutverk með Keflavíkurliðinu í sumar eftir að Kristján Guðmundsson tók yfir en áður hafði hann fengið takmörkuð tækifæri í sumar. Magnús hefur verið í hóp í fimm ár og er 21 varnar- og miðjumaður. Hann á að baki 38 leiki fyrir Keflavík og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.

Nú þegar eru Keflvíkingar að leitast eftir að styrkja sig fyrir komandi fallbaráttu og því ljóst að brotthvarf þessara leikmanna er mikill missir fyrir liðið.

Magnús í leik gegn Grindavík.