Sigurbergur framlengir hjá Keflavík
Sigurbergur Elísson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Pepsi-deildarlið Keflavíkur. Sigurbergur er rétt að verða 23 ára en hann lék fyrst með meistaraflokki árið 2007. Þrátt fyrir ungan aldur er Sigurbergur að gera sinn fimmta leikmannasamning. Hann er kominn með 48 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og hefur skorað í þeim fimm mörk.