Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur og tap í Lengjubikarnum hjá Keflavík
Mánudagur 5. mars 2007 kl. 09:29

Sigur og tap í Lengjubikarnum hjá Keflavík

Svíinn Marco Kotilainen gerði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík um helgina þegar ÍBV mætti í heimsókn í Reykjaneshöllina í Lengjubikarnum. Keflavík hafði betur í leiknum 2-1 og hefur nú sex stig eftir þrjá leiki í keppninni. Keflavíkurkonur komust í 1-0 gegn Íslandsmeisturum Vals í sömu keppni en næstu fjögur mörk komu frá Valskonum og lokatölur því 4-1 Val í vil.

 

Davíð Örn Hallgrímsson gerði annað mark Keflavíkurkarla en Matt Garner minnkaði muninn fyrir ÍBV. Guðný Petrína Þórðardóttir kom Keflavíkurkonum í 1-0 en Valskonur reyndust sterkari og unnu leikinn 4-1 með tveimur mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur og öðrum tveimur frá Katrínu Jónsdóttur.

Næsti leikur hjá körlunum er gegn KR föstudaginn 16. mars en kvennaliðið leikur næst gegn Breiðabliki sunnudaginn 18. mars. Báðir leikirnir fara fram í Reykjaneshöllinni.

 

www.keflavik.is

 

VF-myndir/ Jón Björn Ólafsson, [email protected]

 

Efri mynd: Systurnar Guðný og Björg Þórðardætur. Guðný er hægra megin á myndinni.

Neðri mynd: Marco og Nicolai ásamt Kristjáni þjálfara Keflavíkur. Marco er lengst til hægri á myndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024