Sigur og tap gegn Snæfellingum
Kvennalið Keflavíkur af toppnum
Í gær mættust bæði karla- og kvennalið Keflvíkinga og Snæfells í Domino´s deildinni í TM-Höllinni í Keflavík. Kvennaleikurinn fór fram fyrr um daginn og er skemmst frá því að segja að Snæfellskonur unnu öruggan sigur. Lokatölur urðu 58-84 en Keflvíkingar voru ekki inn í leiknum nema rétt í fyrsta leikhluta. Með sigrinum eru Keflvíkingar komnir í annað sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur og Snæfell á toppinn í þeirra stað.
Hjá Keflvíkingum var Bryndís Guðmundsdóttir atkvæðamest með 18 stig og 15 fráköst.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/15 fráköst, Porsche Landry 16/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 1, Elfa Falsdottir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Hjá körlunum var hlutunum öðruvísi háttað. Þar voru Keflvíkingar í stuði og unnu öruggan sigur. Keflvíkingar lögðu grunn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þar sem þeir náðu 20 stiga forystu, 34-14. Leikurinn var nokkuð jafn eftir það en heimamenn ávallt skrefinu á undan. Að lokum fór það svo að Keflvíkingar lönduðu 103-77 sigri. Michale Craion var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig. Guðmundur Jónsson gerði 20 stig og Darrel Lewis var með 14.
Keflavík: Michael Craion 25/5 fráköst/7 stolnir, Guðmundur Jónsson 20, Darrel Keith Lewis 14, Gunnar Ólafsson 12, Valur Orri Valsson 10/9 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 9, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/7 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ólafur Geir Jónsson 0, Andri Daníelsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.