Sigur nauðsynlegur
Sigur er Njarðvíkingum bráðnauðsynlegur á Selfossi í kvöld þegar liðin etja kappi á Selfossvelli kl. 19:00. Staðan er nokkuð jöfn á toppi 2. deildar þar sem Leiknir er í 1. sætinu með 28 stig en Njarðvík er í því fimmta með 22 stig.
Stjarnan sem er í 2. sæti deildarinnar með 27 stig á leik eftir gegn Leikni og því ljóst að annaðhvort liðið mun tapa stigum í þeim leik. Njarðvíkingar eiga því enn möguleika á að komast á ný í 1. deildina en leiðin að 1. deildinni er þyrnum stráð þar sem Njarðvíkingar eiga eftir að leika bæði gegn Stjörnunni og Leikni. Það má því gera ráð fyrir fjörugum endasprett í 2. deildinni.