Sigur í roki og rigningu
Það styttist í lokaumferð Símadeildarinnar í knattspyrnu en á sunnudag fór fram 17. umferð deildarinnar. Grindvíkingar sóttu FH-inga heim í Hafnfjörðinn í rok og rigningu og fóru heim með sigur í farteskinu. Fyrsta mark leiksins kom strax á 15. mínútu og var þar að verki Scott Ramsey.
Grindvíkingar komu síðan öðru marki að þegar 25. mínútur voru liðnar af leiknum. Sinisa Kekic skoraði eftir að hafa leikið laglega á markmann Hafnfirðinganna. Grindvíkingar voru sterkari gegn veðrinu en tókst þó ekki að skora fleiri mörk. Scott Ramsey fékk rauða spjaldið á 38. mínútu fyrir að hafa gefið Magnúsi Inga Einarssyni olnbogaskot. FH-ingar fengu síðan vítaspyrnu á 65. mínútu en Albert Sævarsson náði að verja. Grindvíkingar eru í 4. sæti deildarinnar með 27 stig og eru í baráttu við FH um þriðja sæti.
Grindvíkingar komu síðan öðru marki að þegar 25. mínútur voru liðnar af leiknum. Sinisa Kekic skoraði eftir að hafa leikið laglega á markmann Hafnfirðinganna. Grindvíkingar voru sterkari gegn veðrinu en tókst þó ekki að skora fleiri mörk. Scott Ramsey fékk rauða spjaldið á 38. mínútu fyrir að hafa gefið Magnúsi Inga Einarssyni olnbogaskot. FH-ingar fengu síðan vítaspyrnu á 65. mínútu en Albert Sævarsson náði að verja. Grindvíkingar eru í 4. sæti deildarinnar með 27 stig og eru í baráttu við FH um þriðja sæti.