Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í heimkomu Jóns Axels
Jón Axel
Fimmtudagur 8. janúar 2015 kl. 22:06

Sigur í heimkomu Jóns Axels

Þegar Grindvíkingar lögðu Hauka

Grindvíkingar unnu Hauka nokkuð þægilega, 94-80, í tólftu umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta lögðu heimamenn í Grindavík grunn að sigrinum. Þeir unnu leikhlutann með 17 stiga mun og litu aldrei um öxl eftir það. Jón Axel Guðmundsson átti frábæra heimkomu, en hann kom aftur heim um áramót eftir dvöl í skóla vestanhafs. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var næst stigahæstur á eftir Rodney Alexander sem skoraði 26 og tók 16 fráköst. Grindvíkingar sitja nú í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig.
 
Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)

Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024