Sigur í fyrsta leik í Röstinni
- Grindvíkingar tóku forystu gegn Þór
Úrslitakeppni karla í körfubolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í Grindavík tóku heimamenn á mótir Þórsurum og unnu fínan sigur, 92-82. Talsvert jafnræði var með liðinum en aðeins eitt stig skildi liðin að í fyrri hálfleik, þar sem staðan var 44-43 fyrir Íslands- og bikarmeistara Grindavíkur. Áfram sigldu liðin hlið við hlið en Grindvíkingar náðu að taka framúr á lokasprettinum og tryggja sér sigur í fyrsta leik rimmunar. Næsti leikur verður svo í Þorlákshöfn á laugardag.
Lewis Clinch og Þorleifur Ólafsson voru atkvæðamestir heimamanna með 21 stig hvor en annars dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt á milli manna. Tölfræði leiksins má sjá hér að neðan.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 9/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 17, Nemanja Sovic 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0.