Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í fyrsta leik í Röstinni
Fimmtudagur 20. mars 2014 kl. 21:29

Sigur í fyrsta leik í Röstinni

- Grindvíkingar tóku forystu gegn Þór

Úrslitakeppni karla í körfubolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í Grindavík tóku heimamenn á mótir Þórsurum og unnu fínan sigur, 92-82. Talsvert jafnræði var með liðinum en aðeins eitt stig skildi liðin að í fyrri hálfleik, þar sem staðan var 44-43 fyrir Íslands- og bikarmeistara Grindavíkur. Áfram sigldu liðin hlið við hlið en Grindvíkingar náðu að taka framúr á lokasprettinum og tryggja sér sigur í fyrsta leik rimmunar. Næsti leikur verður svo í Þorlákshöfn á laugardag.

Lewis Clinch og Þorleifur Ólafsson voru atkvæðamestir heimamanna með 21 stig hvor en annars dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt á milli manna. Tölfræði leiksins má sjá hér að neðan.

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 9/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 17, Nemanja Sovic 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0.