Sigur í fyrsta leik Guðmundar
Guðmundur Steinarsson hóf þjálfaraferilinn með sigri þegar hann stjórnaði Njarðvíkingum í fyrsta sinn í gær. Njarðvíkingar léku þá æfingaleik gegn Haukum og höfðu 3-1 sigur. Mörk Njarðvíkinga í leiknum gerðu þeir Pawel Grundzinski, Einar Þór Kjartansson og Sveinn H. Kristinsson.
Byrjunarlið Njarðvikinga:
Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), Ásgrímur Rúnarsson, Ari Már Andréssson, Brynjar Garðarsson, Gísli Freyr Ragnarsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Arnór Svansson, Leonard Sigurðsson, Óskar Örn Óskarsson, Daníel Gylfason, Pawel Grundzinski.
Varamenn sem allir komu við sögu í leiknum:
Ísleifur Guðmundsson, Ari Steinn Guðmundsson, Einar Þór Kjartansson, Sveinn H. Kristinnsson, Anton Freyr Hauksson.