Sigur í fyrsta leik ársins hjá Keflavík
Keflavík sigraði Selfoss 2-0 í fyrsta leik dagsins í Fótbolta.net mótinu en liðin áttust við í Reykjaneshöllinni. Sigurinn var sanngjarn hjá Keflvíkingum en þeir stjórnuðu ferðinni í leiknum. Fótbolti.net greinir frá.
Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Arnór Ingvi Traustason að koma Keflvíkingum yfir. Varamaðurinn Daníel Gylfason vann boltann eftir vandræðagang í vörn Selfyssinga og sendi á Arnór sem skoraði með skoti í fjærhornið. Arnór Ingvi er kominn aftur til Keflvíkinga eftir að hafa verið í láni hjá Sandnes Ulf síðari hlutann á síðasta tímabili.
Lukasz Malesa skoraði síðara markið af fjærstönginni eftir að Samúel Kári Friðjónsson átti langt innkast inn á teiginn og Selfyssingar náðu ekki að koma boltanum í burtu.
Bjarni Hólm Aðalsteinsson lék með Keflvíkingum í dag en hann byrjaði á bekknum. Bjarni er á heimleið frá Noregi og hann gæti gengið til liðs við sína gömlu félaga úr Keflavík. Andri Fannar Freysson úr Njarðvík og Sveinbjörn Már Steingrímsson úr Völsungi voru einnig á meðal varamanna hjá Keflavík.
Keflavík: Árni Freyr Ásgeirsson, Grétar Atli Grétarsson, Magnús Þór Magnússon, Tómas Karl Kjartansson, Jóhann Ragnar Benediktsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Sigurbergur Elísson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Sindri Kristinn Ólafsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Daníel Gylfason, Samúel Kári Friðjónsson, Elías Már Ómarsson, Andri Fannar Freysson, Lukasz Malesa, Unnar Már Unnarsson, Theódór Guðni Halldórsson, Sveinbjörn Már Steingrímsson.