Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur í átta marka leik
Mynd umfn.is/ Markaskorarnir Theódór, Árni Þór, Lúkas og Kristinn, menn rifu sig úr að ofan í góða veðrinu fyrir norðan. (mynd Guðni Erlendsson)
Mánudagur 29. júlí 2013 kl. 09:34

Sigur í átta marka leik

Theódór með þrennu í fyrsta leik

Njarðvíkingar gerðu góða ferð norður á Dalvík þar sem þeir báru sigurorð af heimamönnum, 2-6 í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Heimamenn náðu þó forystu en Theódór Guðni Halldórsson, sem er nýkominn frá Keflvíkingum, jafnaði metin í sínum fyrsta leik með liðinu. Hann var svo aftur á ferðinni skömmu síðar en Árni Þór Ármannsson kom Njarðvíkingum í 1-3. Eftir annð mark frá heimamönnum skoraði Theódór sitt þriðja mark  í leiknum og staðan því 2-4 í hálfleik.

Þeir Lukasz Malesa og Kristinn Björnsson bættu kremi á köku Njarðvíkinga í síðari hálfleik með tveimur mörkum og kærkomin þrjú stig í hús hjá Njarðvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024