Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá Víði
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 23:12

Sigur hjá Víði

Víðismenn báru sigur úr býtum 2-0 á heimavelli í kvöld gegn Ír-ingum. Heimamenn voru sigrinum fegnir eftir brösugt gengi liðsins undanfarið. Atli Hólmbergsson skoraði fyrra mark Víðis á 15. mínútu fyrri hálfleiks en Rafn Vilbergsson skoraði seinna mark Víðis á 74. mínútu úr vítaspyrnu. Þetta var baráttuleikur en Víðismenn héldu sínu striki út leikinn og nældu í stigin þrjú.

Björn Vilhelmsson, þjálfari Víðis, var að vonum ánægður með sína menn . „Leikurinn var opinn og við hefðum jafnvel getað skorað fleiri mörk, við spiluðum ágætlega og vorum ákveðnir í því að leggja okkur alla fram. Mér fannst við raunverulega vera sterkari aðilinn út í gegnum leikinn. Þó svo að við hefðum náð 1-0 forystu þá duttum við ekkert niður heldur héldum okkar striki.“ Eftir leik kvöldsins eru Víðismenn í 5. sæti 2. deildar og spila næst á útivelli við KS sem er í öðru sæti deildarinnar.

VF-mynd: Úr myndasafni


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024