Sigur hjá Reyni, jafnt hjá Víði
Víðir og Reynir eru í góðum málum eftir fyrri leiki sína í úrslitakeppni 3. deildar karla sem fóru fram í dag.
Reynir lagði Hvöt að velli á Blönduósi, 1-2, þar sem Ólafur Ívar Jónsson og Kristján Helgi Jóhannsson skoruðu fyrir Reyni í sitthvorum hálfleiknum. Þeir voru einum færri mestallan leikinn, en Ara Gylfasyni var vísað af velli á 35. mínútu.
Víðismenn voru ekki alveg eins heppnir og gerður 1-1 jafntefli við Sindra á Höfn í Hornafirði. Möguleikar beggja liða hljóta þó að teljast nokkuð góðir fyrir heimaleikina sem fara fram á þriðjudag.
Mynd úr safni/HRÓS