Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 22:36

Sigur hjá Njarðvík en Grindavík tapaði

Njarðvíkingar sigruðu Skallagrím í kvöld 89-72 í skemmtilegum leik í Njarðvík. Skallagrímsmenn byrjuðu betur og komust í 10-0 en eftir það tóku Njarðvíkingar sig saman í andlitinu og höfðu yfir í hálfleik 49-28. Skallagrímsmenn gáfust aldrei upp en sigur Njarðvíkinga var þó í raun aldrei í hættu. Stigahæstir hjá Njarðvík voru að vanda þeir Logi Gunnarsson með 25 stig og Brenton Birmingham með 20 stig en hjá Skallagrím voru jaxlarnir Florence og Hlynur bestir með sín 20 stigin hvor.Í Grindavík töpuðu heimamenn fyrir Haukum 91-97 en Grindvíkingar voru yfir í hálfleik 49-43. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en strákarnir í Grindavík misstu leikinn úr höndum sínum í lokin. Hjá Grindavík voru stigahæstir Páll Axel með 19 stig og Helgi Jónas með 23 stig en hjá Haukum var evrópski leikmaðurinn þeirra bestur með 17 stig, um 5 varin skot og fjöldan allan af fráköstum. Þess má geta að Grindvíkingar spiluðu án erlends leikmanns því Derek Golden sem átti að koma til þeirra kom ekki og eru Grinvíkingar nú að vinna í því að finna annan í hans stað. -SS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024