Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 09:56
Sigur hjá Loga fyrir jólafrí
Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Solna með 21 stig sem bara sigurorð af ecoÖrebro, 85-71. Logi var einnig með 5 stoðsendingar og 3 fráköst í leiknum og þá stal hann tveimur boltum. Logi og félagar eru sem stendur í 8. sæti sænsku deildarinnar þegar jólafrí hefst.