Sigur hjá Keflavík en tap hjá Grindavík
Þrír leikir fóru fram í kvöld í 14. umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld. Keflavíkurstúlkur unnu sinn fjórtánda sigur í röð þegar þær lögðu Fjölni af velli, 92-103. Leikið var í Grafarvogi.
Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu en liðið leiddi leikinn með 19 stigum í hálfleik 39-58. Bryndís Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 25 stig auk þess að rífa niður 9 fráköst. Birna Valgarðsdóttir kom næst með 20 stig.
Að Ásvöllum mættust Haukar og Grindavík. Lokatölur urðu 73-64 í spennandi leik. Staðan í hálfleik var 31-23 fyrir heimakonur. Crystal Smith var líkt og oft áður atkvæðamest hjá Grindavík með 32 stig en aðrir leikmenn Grindavíkurliðsins náðu ekki yfir tíu stig.
Fjölnir-Keflavík 92-103 (17-33, 22-25, 23-22, 30-23)
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/9 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 20/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 13/6 fráköst, Jessica Ann Jenkins 10/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2.
Haukar-Grindavík 73-64 (11-7, 20-16, 26-22, 16-19)
Grindavík: Crystal Smith 32/4 fráköst/5 stolnir, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Mary Jean Lerry F. Sicat 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.