Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá GRV, stórtap hjá Keflavík
Laugardagur 4. júlí 2009 kl. 08:47

Sigur hjá GRV, stórtap hjá Keflavík

Enn syrtir í álinn hjá Keflavíkurstúlkum í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, en þær töpuðu illa gegn Fylki í Árbænum í gær, 8-0. Á meðan gengur grönnum þeirra í GRV, sameinuðu liði Grindavíkur, Reynis og Víðis, flest í haginn og sigruðu þær ÍR á grindavíkurvelli í gær, 2-1.


Leikur GRV og ÍR markaðist mikið til af því að getirnir misstu markmann sinn af velli með rautt spjald þegar á 20. mínútu fyrir brot á sóknarmanni GRV sem hafði komist ein inn fyrir vörnina. Skömmu síðar skoruðu GRV-stúlkur fyrsta mark leiksins þar sem Alexandra Sveinsdóttir skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það var svo strax í upphafi seinni hálfleiks sem Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði seinna markið, beint úr aukaspyrnu.


Stundarfjórðung síðar minnkuðu Breiðhyltingar muninn með marki Bryndísar Jóhannesdóttur, en þrátt fyrir ágæt færi eftir það komu ekki fleiri mörk, og sigur GRV er staðreynd.


Segja má að lokatölur í Árbænum segi það sem segja þarf um framgang leiksins. Keflavík var á botni deildarinnar fyrir leikinn, og ekki bætti úr skák að aðalmarkmaður liðsins var í banni og útileikmaðurinn Anna Rún Þjóannesdóttir mátti standa á milloi stanganna í hennar stað.


Fyrsta mark Fylkis kom eftir 10 mínútur en svo komu þau á færibandi þar sem staðan var orðin 5-0 í hálfleik. Þrjú mörk bættust svo við í seinni hálfleik, þar af eitt sjálfsmark, en Keflvíkingar áttu ekki eitt einasta skot að marki Fylkis í leiknum.


Keflvíkingar eru sem fyrr á botni deildarinnar án stiga, en GRV sigla nokkurn vegin lygnan sjá um miðja deild.


Staðan í deildinni


Heimild: fotbolti.net