Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá Grindavík – Tap hjá Keflavík
Samuel Zeglinski skoraði 30 stig í kvöld. VF-Myndir/JJK
Fimmtudagur 28. febrúar 2013 kl. 22:14

Sigur hjá Grindavík – Tap hjá Keflavík

Leikið var í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Í Grindavík tóku heimamenn á móti KR í spennandi leik. Grindavík vann góðan sigur, 100-87.

Grindvíkingar hófu leikinn gríðarlega vel og voru mest komnir 23 stigum yfir í leiknum í öðrum leikhluta. KR vann sig inn í leikinn og komst yfir í byrjun fjórða leikhluta. Grindvíkingar náðu hins vegar vopnum sínum og unnu fínan sigur að lokum.

Samuel Zeglinski átti mjög góðan leik hjá Grindavík og skoraði 30 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann setti niður fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Aaroun Broussard kom næstur með 23 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Stykkishólmi mættust lið Snæfells og Keflavíkur.  Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi. Heimamenn í Snæfelli náðu að knýja fram tveggja stiga sigur. Keflvíkingar áttu möguleika á að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Michael Craion geigaði.

Billy Baptist skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld og Darrel Lewis var með 22 stig. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en Keflavík er í 5. sæti með 24 stig.

Grindavík-KR 100-87 (24-9, 24-30, 22-27, 30-21)

Grindavík: Samuel Zeglinski 30/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Þorleifur Ólafsson 9/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 4.

Snæfell-Keflavík 79-77 (18-18, 26-22, 12-18, 23-19)

Keflavík: Billy Baptist 23/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 22/4 fráköst, Michael Craion 13/14 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3.


Aaron Broussard átti fínan leik hjá Grindavík í kvöld.


Ólafur Ólafsson skorar tvö af sex stigum sínum í kvöld.