Sigur hjá Grindavík - Tap hjá Keflavík og Njarðvík
Það var misjafnt gengi hjá Suðurnesjaliðunum í Dominos-deild karla þegar 2. umferðin í deildinni var leikin í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan heimasigur gegn Snæfelli og urðu lokatölur í þeim leik 110-102. Grindvíkingar léku góðan sóknaleik í kvöld og höfðu 17 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Samuel Zeglinski átti frábæran leik fyrir heimamenn og skoraði 37 stig auk þess að vera með 8 stoðsendingar. Aaron Broussard kom næstur með 23 stig og 9 fráköst.
Keflavík fór í heimsókn í Garðabæinn og mætti þar Stjörnunni. Leikurinn lyktaði með öruggum heimasigri Stjörnunnar, 101-83. Sigurinn var verðskuldaður hjá heimamönnum í Stjörnunni. Hjá Keflavík dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt en Kevin Glitner var stigahæstur með 14 stig en svo komu þeir Darrel Lewis, Magnús Þór Gunnarsson og Michael Garion með 12 stig.
Njarðvík tapaði í spennandi leik gegn Skallagrími í Borgarnesi, 77-74. Carlos Medlock tryggði Skallagrími sigur með þriggja stiga flautukörfu. Jeron Belin var stigahæstur hjá Njarðvík með 24 stig og Elvar Már Friðriksson kom næstur með 20 sig. Marcus Van var með 14 stig og 18 fráköst.
Grindavík hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa, Njarðvík einn en Keflvíkingar eru stigalausir eftir tvær umferðir. Næstu leikir í Dominos-deild karla fara fram eftir viku. Keppni í Lengjubikarnum hefst um helgina.
Grindavík-Snæfell 110-102 (29-23, 27-24, 30-22, 24-33)
Grindavík: Samuel Zeglinski 37/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 28/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0/5 fráköst.
Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 5.
Stjarnan-Keflavík 101-83 (27-16, 22-22, 24-23, 28-22)
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 31/8 fráköst, Justin Shouse 27/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 10/8 fráköst, Jovan Zdravevski 9/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 8, Brian Mills 7/9 fráköst/3 varin skot, Björn Kristjánsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 2, Guðjón Lárusson 1, Sæmundur Valdimarsson 1.
Keflavík: Kevin Giltner 14/7 fráköst, Michael Graion 12, Magnús Þór Gunnarsson 12/7 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 10/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 10/6 fráköst, Andri Daníelsson 6/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3.
Skallagrímur-Njarðvík 77-74 (13-21, 18-17, 23-11, 23-25)
Skallagrímur: Carlos Medlock 17, Haminn Quaintance 16/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Jónsson 12/5 fráköst, Trausti Eiríksson 7/6 fráköst, Sigmar Egilsson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.
Njarðvík: Jeron Belin 24/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Marcus Van 14/18 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 8/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 2/5 fráköst.
Magnús Þór Gunnarsson skoraði 12 stig í kvöld.
Elvar Már Friðriksson skoraði 20 stig gegn Skallagrími.