Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 5. janúar 2002 kl. 17:35

Sigur hjá Keflavík og ÍS

Keflavík vann KR í tvíframlengdum leik í körfu kvenna í Íþróttahúsi Keflavíkur í dag. Lokatölur urðu 84-83 og skoraði Kristín Blöndal sigurstigið úr víti. Á sama tíma vann ÍS heimamenn í Grindavík 53-56.Það var mikið fjör í Keflavík þegar þessi tvö topplið áttust við. Leikurinn var jafn allan leikinn en tvíframlengda þurfti og það kom í hlut Kristínar Blöndal, fyrirliða Keflavíkur að skora sigurstigið. Það vakti athygli að í liði heimamanna var engin önnur en Anna Maria Sveinsdóttir sem hefur ekki leikið með liðinu á þessu tímabili. Hún skoraði 12 stig og heimildir segja að hún hafi verið komin í svo gott form eftir barnsburð að ekki hafi verið hægt annað en að taka hana í liðið!! Stigahæstar hjá Keflavík voru Erla Þorsteinsdóttir sem skoraði 27 stig og tók tíu fráköst, Birna Valgarðsdóttir skoraði 25 stig og Anna María var þriðja stigahæst með 12 eins og fyrr greinir. Hjá KR var Guðbjörg Norðfjörð í toppformi og ljóst að hún kann vel við sig í KR-treyjunni, Hún skoraði 29 stig en Kristín Björk Jónsdóttir var með 18 .

Í Grindavík var hörkuviðureign heimamanna og ÍS. Þær síðarnefndu knúðu fram sigur í jöfnum leik en í lokin þurfti Jessica Gaspar að fara af leikvelli vegna meiðsla en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.
Stigahæstar Grindavíkurstúlkna voru Jessica meðd 24 (10 fráköstu og 13 stolnir) og Ólöf Helga Pálsdóttir með 8 stig. Hjá íS skoraði Alda Leif mest 12 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024