Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur gegn Stúdínum
Fimmtudagur 17. nóvember 2005 kl. 10:22

Sigur gegn Stúdínum

Íslandsmeistarar Keflavíkur sigruðu ÍS, 74-66, í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi. Keflavíkurkonur höfðu tapað síðustu tveimur deildarleikjum fyrir leikinn gegn ÍS í gær.

Að loknum 1. leikhluta var staðan 29-16 fyrir Keflavík en Stúdínur náðu að minnka muninn úr 12 stigum í 9 fyrir hálfleik. Keflavík gerði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik því 38-29.

Í seinni hálfleik héldu Keflavíkurkonur forystunni og fóru að lokum með 8 stiga sigur af hólmi, 74-66. María B. Erlingsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig en henni næst var Reshea Bristol með 16 stig. Stella Kristjánsdóttir var stigahæst Stúdína með 14 stig.

Liðin eigast aftur við á laugardag en þá leika þau í fjögurra liða úrslitum Powerade bikarsins og fer leikurinn fram í Laugardalshöll kl. 12.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024