Sigur gegn deildarmeisturum
Njarðvíkurkonur gerðu sér lítið fyrir og lögðu deildarmeistarar Skallagríms í 1. deild kvenna í körfuboltanum um helgina. Carmen Tyson Thomas átti stórleik, skoraði 42 stig, reif niður 19 fráköst og stal 9 boltum. Njarðvíkingar höfðu 81:87 sigur í leiknum sem fram fór í Borgarnesi. Frábær sprettur Njarðvíkinga í upphafi síðari hálfleiks var það sem skildi liðin að.
Skallagrímur-Njarðvík 81-87 (21-19, 24-24, 7-24, 29-20)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 42/19 fráköst/9 stolnir, Björk Gunnarsdótir 17/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 10/7 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 6, Hera Sóley Sölvadóttir 5/6 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 1, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.