Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur eða jafntefli innifalið í gistingunni
Miðvikudagur 29. apríl 2009 kl. 11:54

Sigur eða jafntefli innifalið í gistingunni


Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætti Hollendingum í vináttulandsleik á laugardaginn en leikurinn var liður í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi í sumar.  Nóttina fyrir leikinn gistu bæði landsliðin á Flughóteli í Reykjanesbæ en algengt er að íþróttalið gisti á hótelum nóttina fyrir mikilvæga leiki.

„Við tryggjum þeim sigur eða jafntefli í hverjum leik. Það er innifalið í gistingunni,“ segir Ólafur Þórhallsson, aðstoðarhótelstjóri Flughótels. Það skal þvi engan undra að kvennalandsliðið er fastagestur á hótelinu.
Að sögn Ólafs hafa nokkur íþróttalið dvalið á hótelinu og verið ánægð með þá aðstöðu sem þar er í boði. „Við  bjóðum upp á góða fundaraðstöðu þar sem liðin geta verið út af fyrir sig, bæði varðandi fundi og máltíðir. Einnig sjúkraherbergi og geymslu fyrir allan búnað. Við erum með allt sem til þarf og það sem við erum ekki með útvegum við,“ sagði Ólafur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024