Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigruðu toppliðið
Föstudagur 11. júlí 2014 kl. 10:47

Sigruðu toppliðið

Grindavík bar sigurorð af toppliði Fjölnis, 2-1 þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í gær. Það var Sara Hrund Helgadóttir sem kom Grindvíkingum yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Helga Guðrún Kristinsdóttir bætti við öðru marki fyrir heimakonur þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum en Fjölniskonur náðu að minnka muninn áður en yfir lauk.

Grindvíkingar eru þremur stigum frá toppsætinum með 18 stig eftir átta leiki, þær sitja í þriðja sæti en Fjölniskonur eru efstar í A-riðli 1. deildar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deild.