Sigrar hjá Loga og Herði
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í MBC unnu nauman sigur í þýsku Pro A deildinni um helgina gegn liði BG Topstar. Lokatölur voru 85-83 MBC í vil þar sem Hörður Axel gerði 18 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum. MBC situr á toppnum með 32 stig en liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð.
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson hrósaði einnig sigri um helgina í sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Solna sem bar sigurorð af Örebro með 83 stigum gegn 74. Logi gerði 12 stig í leiknum.