Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigrar hjá Keflavík í knattspyrnunni
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 08:41

Sigrar hjá Keflavík í knattspyrnunni

Kvennalið Keflavíkur nældi sér í góðan sigur í Lengjubikarnum á mánudag. Stelpurnar lögðu þá lið Álftaness örugglega með fjórum mörkum gegn einu. Þar sáu þær um markaskorun þær Agnes Helgadóttir með tvö mörk og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir settu sitt markið hvor.

Karlalið Keflavíkur fengu lærisveina Guðjóns Þórðarssonar í Reykjanaeshöllina í gærkvöldi en hann er þjálfari BÍ frá Bolungarvík um þessar mundir. Um var að ræða æfingarleik og fóru leikar þannig að Keflvíkingar höfðu sigur 2-1 þar sem Guðmundur Steinarsson og Jóhann B. Guðmundsson skoruðu fyrir heimamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024