Sigrar Grindavík í kvöld?
Grindvíkingar geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þegar þeir sækja Snæfell heim í Hólminn. Grindvíkingar leiða einvígi liðanna 2-1 en tapi þeir í kvöld kemur til oddaleiks á fimmtudaginn.
Það lið sem sigrar í einvíginu keppir við KR um Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar þykja sigurstranglegri en eins og allir vita er ekkert gefið í þessum efnum og allt getur gerst í körfubolta.
Körfuknattleiksdeild UMFG býður stuðningsmönnum Grindavíkur upp á ókeypis rútuferð í Stykkishólm í dag og verðir brottför kl. 15:30 frá íþróttahúsinu.
---
VFmynd/Hilmar Bragi - Sjáum við svona tilþrif hjá Troð-leifi í kvöld?