Íþróttir

Sigraði með yfirburðum í áskorendamótaröðinni
Sunnudagur 24. maí 2015 kl. 12:44

Sigraði með yfirburðum í áskorendamótaröðinni

- í sínum flokki.

Í gær lauk fyrsta mótinu í áskorendamótaröðinni sem leikin var á Kálfatjarnarvelli á Vatnslaysuströnd. GS-ingurinn Kristján Jökull Marínósson stóð uppi sem sigurvegari í flokki 14 ára og yngri. Kristján Jökull, sem er 13 ára, sigraði með talsverðum yfirburðum, en hann átti sjö högg á næstu keppendur. Spilaði á 41-39 eða 80 höggum.
Annar GS-ingur, Tristan Arnar Beck, tók einnig þátt í mótinu og var það jafnframt hans fyrsta GSÍ mót, stórt skref stigið þar.

Frá þessu er greint á vefsíðu Golfklúbbs Suðurnesja. 

Hér er viðtal sem Víkurfréttir tóku við unga og efnilega kylfinginn Kristján Jökul fyrir um ári.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024