Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigmundur dæmir í Frakklandi
Sunnudagur 16. desember 2007 kl. 16:48

Sigmundur dæmir í Frakklandi

Sigmundur Már Herbertsson körfuknattleiksdómari fékk á dögunum verkefnum úthlutað frá FIBA Europe. Hann fer nú í næstu viku og dæmir tvo leiki í Frakklandi, einn í Euroeleague kvenna og annan í EuroCup karla.

 

Þriðjudaginn 18. desember dæmir hann leik Cholet Basket og Lokomotiv Rostov frá Rússlandi en sá leikur er í riðlakeppni EuroCup keppninnar, keppnin sem KR tók þátt í.

Daginn eftir dæmir Sigmundur svo leik Bourges Basket og ZVVZUBK Prague frá Tékklandi. Sá leikur er í Euroleague kvenna.

 

Meðdómarar Sigmundar í leikjunum verða þeir Mehmet Keseratar frá Tyrklandi og Ronny Denis frá Belgíu.

 

www.kkdi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024