Sigmundur dæmir í Finnlandi
Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson, annar af tveimur FIBA-dómurum okkar Íslendinga í körfubolta, heldur út til Finnlands og dæmir á morgun leik milli karla liða Tampereen Pyrintö og Szolnoki Olaj í Evrópukeppni félagasliða, en leikið verður í Tampere.
Sigmundur hefur verið að dæma talsvert að undanförnum misserum og verið að fá fleiri og stærri verkefni frá FIBA Europe eftir góða frammistöðu í þeim leikjum sem hann hefur dæmt.
Það verður nóg um að vera í Evrópuboltanum í vetur og mun Sigmundur væntanlega fá fleiri verkfefni úthlutað á næstunni.
KKÍ.IS