Sigmundur besti dómarinn
Darell Lewis og Samuel Zeglinski í úrvalsliðinu
Úrvalslið Domino´s deildar karla fyrir fyrri hluta 2012-2013 (umferðir 1-11) var valið í dag í húsakynnum KKÍ. Tveir leikmenn af Suðurnesjum voru í úrvalsliðinu að þessu sinni og Njarðvíkingurinn Sigmundur Herbertsson var kjörinn besti dómarinn í fyrri hluta Domino´s deildar karla og kvenna. Kjörið má sjá nánar hér að neðan.
Úrvalslið:
Justin Shouse - Stjarnan
Samuel Zeglinski - Grindavík
Darrel Lewis - Keflavík
Marvin Valdimarsson - Stjarnan
Jón Ólafur Jónsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Sigmar Egilsson - Skallagrímur
Besti þjálfarinn: Benedikt Guðmundsson - Þór Þorlákshöfn