Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigmundur, Páll og Brenton í úrvalsliðinu
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 13:44

Sigmundur, Páll og Brenton í úrvalsliðinu

Úrvalslið umferða 16-22 í Iceland Express deild karla var kunngjört í dag en deildarkeppninni lauk í gærkvöldi með heilli umferð. Að þessu sinni voru Snæfellingar fyrirferðamiklir. Justin Shouse leikmaður Snæfells var valinn besti leikmaðurinn, Geoff Kotila þjálfari bikarmeistara Snæfells var valinn besti þjálfarinn og þá var Hlynur Bæringsson einnig í liðinu.
 
Þeir Páll Axel Vilbergsson, Grindavík, og Brenton Joe Birmingham, Njarðvík, voru einnig í liðinu ásamt Þórsaranum Cedric Isom. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari umferðanna en þetta er í annað sinn í vetur sem hann er valinn besti dómarinn. Sigmundur dæmir fyrir Ungmennafélag Njarðvíkur.
 
Úrvalsliðið
 
Justin Shouse, Snæfell
Cedric Isom, Þór Akureyri
Brenton Joe Birmingham, Njarðvík
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hlynur Bæringsson, Snæfell
 
Besti leikmaður: Justin Shouse
Besti þjálfari: Geoff Kotila
Besti dómari: Sigmundur Már Herbertsson
 
VF-Mynd/ [email protected]Úrvalsliðið. Á myndina vantar þá Brenton, Kotila og Cedric Isom en þeir þrír áttu ekki kost á því að mæta við athöfnina af óviðráðanlegum orsökum. Tómas Hermannsson tók við verðlaunum fyrir hönd Isom.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024